fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Telja að blóðþyrstur Kim Jong-un gæti látið myrða systur sína

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. september 2020 05:40

Kim Yo-jong og Kim Jong-un. Mynd: EPA-EFE/KCNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Yo-jong, systir Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu, hefur ekki sést opinberlega síðan í lok júlí. Þetta hefur vakið upp vangaveltur um hvort hún sé talin ógn við bróður sinn sem hefur fram að þessu ekki hikað við að ryðja andstæðingum sínum og keppinautum úr vegi.

Ekki er langt síðan skýrt var frá því að Yo-jong hafi fengið aukin völd vegna meints heilsuleysis bróður hennar. Hún hefur verið nokkuð áberandi á árinu, meira en áður, á sama tíma og bróðir hennar hefur látið lítið fyrir sér fara en talið er að hann glími við heilsubrest.

Jong-un hefur birst á nokkrum myndum frá fréttastofu einræðisríkisins að undanförnu ásamt háttsettum herforingjum en systir hans er hvergi sjáanleg á myndunum. Hún hefur lengi verið sögð vera „næstráðandi“ hans og það hefur nú vakið upp vangaveltur um hvort Jong-un telji sér nú stafa ógn af henni.

Nam Sung-wook, prófessor í Suður-Kóreu, sagði í samtali við The Chosun Ilbo að fram að þessu hafi fólk verið svipt völdum um leið og það hafi verið sagt vera næstráðendur í Norður-Kóreu. Það sé einhverskonar jafnvægi sem ríki og það gildi jafnvel um fjölskyldumeðlimi á borð vi Kim Yo-jong. Hann sagði þó einnig hugsanlegt að hún hafi dregið sig hlé að eigin frumkvæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur