Ekki er langt síðan skýrt var frá því að Yo-jong hafi fengið aukin völd vegna meints heilsuleysis bróður hennar. Hún hefur verið nokkuð áberandi á árinu, meira en áður, á sama tíma og bróðir hennar hefur látið lítið fyrir sér fara en talið er að hann glími við heilsubrest.
Jong-un hefur birst á nokkrum myndum frá fréttastofu einræðisríkisins að undanförnu ásamt háttsettum herforingjum en systir hans er hvergi sjáanleg á myndunum. Hún hefur lengi verið sögð vera „næstráðandi“ hans og það hefur nú vakið upp vangaveltur um hvort Jong-un telji sér nú stafa ógn af henni.
Nam Sung-wook, prófessor í Suður-Kóreu, sagði í samtali við The Chosun Ilbo að fram að þessu hafi fólk verið svipt völdum um leið og það hafi verið sagt vera næstráðendur í Norður-Kóreu. Það sé einhverskonar jafnvægi sem ríki og það gildi jafnvel um fjölskyldumeðlimi á borð vi Kim Yo-jong. Hann sagði þó einnig hugsanlegt að hún hafi dregið sig hlé að eigin frumkvæði.