Þetta kemur fram í rannsókn sem hefur verið birt í the British Medical Journal. Þar segir að tveggja metra reglan sé „óraunhæf“ því litlir dropar, sem innihalda kórónuveiru, geti borist miklu lengri leið. Í áhættuumhverfi á borð við næturklúbba og bari ætti reglan að vera átta metrar en þar sem minni hætta er á ferðum megi slaka mun meira á.
Fram kemur að þetta myndi veita miklu meiri vörn á mestu hættusvæðunum en um leið meira frelsi þar sem lítil hætta er á ferðum. Þetta gæti þannig hugsanlega auðveldað fólki að taka upp eðlilega þætti í sumum hlutum hins daglega lífs. Sky skýrir frá þessu.