Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá eru 1,3 milljónir inni í þessari upphæð sem eru ætlaðar Benedikte prinsessu, systur Margrétar, eftir standa því 88 milljónir handa drottningunni. En drottningin stendur sjálf undir megninu af rekstri hirðarinnar og fara þessir peningar í þann rekstur að mestu leyti.
Á móti þessu kemur að restin af konungsfjölskyldunni fær minna á næsta ári en á þessu ári eða 27,8 milljónir en fékk í ár 29,8 milljónir. Sú lækkun skýrist meðal annars af því að Alexandra greifynja, fyrrum eiginkona Jóakims prins, fær ekki lengur árlegan framfærslueyri upp á 2,6 milljónir króna.
Friðrik krónprins fær 22 milljónir af þessari upphæð, inni í þeirri upphæð eru 2,2 milljónir sem eiginkona hans, Mary krónprinsessa, fær. Friðrik fær 21,6 milljónir í ár og þar af eru 2,2 milljónir eyrnamerktar Mary.
Jóakim prins fær 3,9 milljónir á næsta ári en fær 3,8 á þessu ári. Ingolf greifi, bróðursonur Margrétar, fær 1,9 milljónir á næsta ári en fær 1,8 á þessu ári.