Víða um heim eru margir háðir ferðamönnum og því hafa lokanir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar komið sér mjög illa. Þetta á við um brasilísku eyjurnar Fernando de Noronha. Þar vill fólk gjarnan fá ferðamenn aftur og því er búið að opna fyrir komur þeirra. En þeir sem vilja fara þangað í frí verða að leggja fram sönnun fyrir að þeir hafi fengið kórónuveiruna, sem veldur COVID-19.
CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að ferðamenn verði að leggja fram niðurstöðu jákvæðrar niðurstöðu úr sýnatöku eða niðurstöðu rannsóknar sem sýnir að viðkomandi sé með mótefni í blóðinu.
Eyjurnar eru vinsæll ferðamannastaður en þær hafa verið lokaðar fyrir ferðamönnum síðan í mars. Eyjurnar eru þjóðgarður og einn vinsælasti ferðamannastaðurinn í Brasilíu.