fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Aldrei hefur verið meiri samdráttur í Noregi en á öðrum ársfjórðungi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. ágúst 2020 11:11

Frá Osló. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill samdráttur varð í norska hagkerfinu á öðrum ársfjórðungi, svo mikill að aldrei fyrr hefur svo mikill samdráttur orðið á einum ársfjórðungi.  Samkvæmt tölum frá norsku hagstofunni (Statistisk Sentralbyråd) nam samdrátturinn 6,3% miðað við sama tíma á síðasta ári. Þetta á við um hagkerfið á meginlandinu og hinn umfangsmikli olíuiðnaður er ekki tekinn með inn í þessa tölu.

Þetta er mesti samdrátturinn á einum ársfjórðungi síðan 1978 þegar SSB byrjaði að gera þróunina upp ársfjórðungslega. Í athugasemdum við uppgjörið segir SSB að samdrátturinn í vergri þjóðarframleiðslu sé meiri en í fjármálakreppunni fyrir 12 árum.

„Mesti samdrátturinn á einum ársfjórðungi, fram að þessu, var í fjármálakreppunni. Á fjórða ársfjórðungi 2008 dróst verg þjóðarframleiðsla saman um 2,3%. Þriðji mesti samdrátturinn fram að þessu var á fyrsta ársfjórðungi ársins í ár,“

segir í athugasemd SSB. Vegna umfangs olíuiðnaðarins er hann ekki tekinn með í útreikningana því SSB telur að hann skyggi á hina raunverulegu þróun efnahagslífsins. Ef olíuiðnaðurinn er tekinn með í útreikninginn á þróuninni á öðrum ársfjórðungi var samdrátturinn 5,1%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“