Þetta er mesti samdrátturinn á einum ársfjórðungi síðan 1978 þegar SSB byrjaði að gera þróunina upp ársfjórðungslega. Í athugasemdum við uppgjörið segir SSB að samdrátturinn í vergri þjóðarframleiðslu sé meiri en í fjármálakreppunni fyrir 12 árum.
„Mesti samdrátturinn á einum ársfjórðungi, fram að þessu, var í fjármálakreppunni. Á fjórða ársfjórðungi 2008 dróst verg þjóðarframleiðsla saman um 2,3%. Þriðji mesti samdrátturinn fram að þessu var á fyrsta ársfjórðungi ársins í ár,“
segir í athugasemd SSB. Vegna umfangs olíuiðnaðarins er hann ekki tekinn með í útreikningana því SSB telur að hann skyggi á hina raunverulegu þróun efnahagslífsins. Ef olíuiðnaðurinn er tekinn með í útreikninginn á þróuninni á öðrum ársfjórðungi var samdrátturinn 5,1%.