fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Airbnb bannar samkvæmi og setur hámark á fjölda gesta

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. ágúst 2020 18:30

Airbnb herðir útlánsreglur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmi í húsnæði, sem er leigt út í gegnum Airbnb, hefur í heimsfaraldri kórónuveirunnar vakið áhyggjur um smit víða. Nú hefur Airbnb brugðist við þessu með því að banna allt samkvæmishald í því húsnæði sem er leigt út í gegnum miðlunina. Markmiðið er að reyna að fá fólk til að virða þær reglur sem hafa verið settar vegna heimsfaraldursins.

Einnig hefur verið ákveðið að nú megi að hámarki 16 manns vera í íbúðum sem eru leigðar í gegnum Airbnb. Á þessu eru nokkrar undantekningar. BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að í tilkynningu frá Airbnb segi að það að taka upp bann á heimsvísu gegn samkvæmum og uppákomum í íbúðunum sé til bóta fyrir lýðheilsu.

Airbnb segir að 73 prósent af leigusölum leyfi ekki samkvæmi í íbúðum sínum. Sumir leyfa þó minni samkvæmi á borð við afmæli. Fyrirtækið viðurkennir að sumir gestir hafi tekið upp á því að viðhafa einhverskonar bar- og klúbbstarfsemi í íbúðum sem þeir hafa leigt í gegnum fyrirtækið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning