fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Sjö í lífshættu eftir ólöglegt samkvæmi í Osló

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. ágúst 2020 05:43

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

24 voru fluttir á sjúkrahús í Osló í Noregi í nótt vegna gruns um kolsýringeitrun. Sjö eru sagðir vera í lífshættu. Lögreglu- og sjúkraflutningamenn þurftu að veita nokkrum lífsbjargandi aðstoð á vettvangi. Fólkið er á aldrinum 20 til 30 ára.

Samkvæmt fréttum Norska ríkisútvarpsins og TV2 voru alls 24 fluttir á sjúkrahús, þar á meðal tveir lögreglumenn sem urðu einnig fyrir eitrun.

Fólkið var í ólöglegu samkvæmi á St. Hanshaugen í nótt. Lögreglan vissi ekki af samkvæminu fyrr en lögreglumenn á eftirlitsferð sáu nokkra aðila sem voru illa á sig komnir nærri samkvæmisstaðnum. Allt tiltækt björgunarlið var þá kallað út.

Samkvæmið var haldið í neðanjarðarbyrgi að sögn lögreglunnar. Sjö voru bornir meðvitundarlausir út úr byrginu og fengu sumir þeirra lífsbjargandi aðstoð á vettvangi áður en þeim var ekið á Lovisenberg og Ullevål sjúkrahúsin.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir André Kråkenes, talsmanni lögreglunnar, að ástand þessara sjö sé mjög alvarleg og margir séu í lífshættu.

Háskólasjúkrahúsið í Osló sendi frá sér tilkynningu í nótt þar sem allir, sem voru í samkvæminu, eru beðnir um að leita þegar til læknis ef þeir sýna einhver einkenni kolsýringeitrunar. Einkennin eru höfuðverkur, svimi, ógleði og það að nánast líði yfir fólk.

Lögreglan veit ekki hversu margir voru í samkvæminu en telur að það hafi verið á bilinu 30 til 80 manns.

Eins og er telur lögreglan að eitunin hafi komið frá kælikerfi sem var notað í tengslum við tónlistarflutning í samkvæminu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin