„Bæði Rússar og Vesturlönd eru með umfangsmikil hernaðarumsvif á Eystrasaltssvæðinu, umfangið á sumu höfum við ekki séð síðan í kalda stríðinu,“ sagði Jan Thörnqvist hjá hernum.
Í tilkynningu hersins kemur fram að nú séu stærri og flóknari heræfingar haldnar á svæðinu en áður. Þá hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar orðið til að auka óstöðugleikann á svæðinu.
„Nú stendur rússnesk æfing yfir og auk þess eru skip og flugvélar frá NATO á ferð nærri Svíþjóð,“ sagði Thörnqvist í samtali við TT.
Sérstök áhersla verður lögð á að auka eftirlit á suðaustur og miðhluta Eystrasaltsins. Einnig mun herinn auka umsvif sín á Gotlandi.