fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Helstu lygar kvenna um kynlíf

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 29. ágúst 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar konur kannast eflaust við að hafa upplifað kynlíf sem var eiginlega ekki svo gott eða spennandi. Þær hafa kannski laumað smá lygi að manninum til að styrkja lítið sjálfsálit hans eða bara til að ljúka þessu af.

Ástralski kynlífssérfræðingurinn Nadia Bokody segist að minnsta kosti aldrei hafa hitt konu sem ekki hefur gripið til smávegis ósanninda eða jafnvel mikilla varðandi kynlífið. Bokody, sem er með 60.000 fylgjendur á Instagram, segir að helstu lygarnar séu eftirfarandi:

Typpastærðin – „Já, hann er stór!“

Margir karlar hafa áhyggjur af stærð getnaðarlimsins og hvort hún uppfylli væntingar konunnar. Sumir eru meira að segja skelfingu lostnir yfir þessu segir Bokody. Hún segir að þegar konur eru með manni, sem er með lítinn getnaðarlim, þá geti þeim fundist nauðsynlegt að ljúga að þeim.

„Það er auðvelt að benda á þá. Þeir keyra yfirleitt um í bíl með V8-vél, nota allt of mikinn svitalyktareyði og hafa þörf fyrir stöðuga viðurkenningu. Maður getur bara gengið út frá að þessir menn telji að stórt typpi sé lykillinn að fullnægingu kvenna.“

Gera sér upp fullnægingu

Rannsóknir hafa sýnt að færri konur en karlar fá fullnægingu í kynlífi. Niðurstöðurnar benda einnig til að flestar konur geri sér upp fullnægingu á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Bokody segir að margir karlmenn falli fyrir þessu.

„Ég hef ekki enn hitt karlmann sem er ekki þeirrar trúar að allir bólfélagar hans hafi upplifað frábærar fullnægingar.“

„Ó, þetta hef ég aldrei prófað áður“

Bokody segir að enn sé ákveðinn hóru/madonnu hugsanagangur við lýði en hann gengur út á að konur mega helst ekki hafa of mikla kynlífsreynslu. Ef konan er með meiri reynslu en karlinn geti hann orðið óöruggur. Aðrar útgáfur af þessum hugsanagangi eru til dæmis: „Þú ert sá eini sem færð að gera þetta“, „Þetta eru fyrstu skyndikynni mín“ og „ Þetta geri ég yfirleitt ekki“.

„Þetta snýst bara um það að maðurinn er óöruggur, heili hans vill ekki vita að konan hafi verið með mörgum áður. Ef hann er svo ekki góður í rúminu vill hann gjarnan að konan hafi engan samanburð.“

„Ég þarf að bursta tennurnar“

Ef konan skýst inn á salernið, strax að kynlífinu loknu, til að bursta tennur, að eigin sögn,  og er þar í fimm til tíu mínútur þá er hún ekki að bursta tennur með rafmagnstannbursta að sögn Bokody. Hún er þá að nota titrara segir hún.

„Þegar við nennum ekki að segja manninum að við vorum nær því að sofna en að fá fullnægingu þá getur stutt stund með kynlífsleikfangi ekki valdið vonbrigðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið