Niðurstöðurnar benda til að langlíklegast sé að COVID-19 hefjist með því að fólk fái hita og því næst hósta og beinverki. Síðan fylgi ógleði og/eða uppköst og að lokum niðurgangur.
Þessi einkenni eru í sjálfu sér ekki svo einstök en það er hins vegar sú röð sem þau koma fram í því hún er allt önnur en þegar um aðra öndunarfærasjúkdóma er að ræða. Höfundar rannsóknarinnar telja að rannsóknin geti orðið til þess að hjálpa til við að greina ný tilfelli og hjálpa þannig til við að hemja útbreiðslu veirunnar. Sciencealert skýrir frá þessu.