fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Þungorður Mike Pence – „Bandaríki Joe Biden verða óörugg“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 07:55

Mike Pence.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, flutti ræðu á landsfundi Repúblikana í gærkvöldi. Hann var aðalræðumaður kvöldsins og dró hann ekki upp fagra mynd af framtíð Bandaríkjanna ef Joe Biden verður kjörinn forseti í kosningunum í nóvember.

Pence sagði að Biden væri gagnslaus atvinnupólitíkus. Hann sagði að ef Bandaríkjamenn kjósi Biden sem forseta í stað Donald Trump þá verði það verst fyrir þá sjálfa.

„Hinn óþægilegi sannleikur er að maður mun ekki telja sig öruggan í Bandaríkjum Joe Biden,“

sagði Pence sem ávarpaði landsfundinn í gegnum fjarfundabúnað frá Fort McHenry í Baltimore í Maryland. Stærstu hluti fundarins fer fram í gegnum fjarfundabúnað vegna kórónuveirufaraldursins.

Joe Biden var þó ekki eina umræðuefni Pence sem samþykkti formlega og þakkaði fyrir tilnefninguna sem varaforsetaefni flokksins. Hann ræddi einnig um góðan árangur í efnahagsmálum, undir stjórn Trump, þar til kórónuveirufaraldurinn skall á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“