fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Þetta er munurinn á kórónuveirusmiti og venjulegu kvefi og flensu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 06:59

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn telja að niðurstöður nýrrar rannsóknar geti markað ákveðin tímamót í skilningi okkar á kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Rannsóknin beindist að því hvernig þeir, sem smitast af kórónuveirunni, glata lyktar- og bragðskyni. Niðurstaðan er að það gerist ekki á sama hátt og þegar fólk fær kvef eða flensu.

Þegar fólk, sem smitast af kórónuveirunni, missir lyktar- og bragðskyn gerist það venjulega hratt og án þess að nasir séu stíflaðar eða mikið kvef til staðar. Flestir geta andað óhindrað í gegnum nasirnar. Annað sem aðskilur kórónuveirusmit er að bragðskynið hverfur algjörlega, það er ekki eins og þegar um kvef er að ræða þegar það veikist af því að nasirnar eru stíflaðar.

Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í vísindaritinu Rhinology. Í niðurstöðum sínum segja vísindamennirnir að kórónuveirusmitaðir missi bragðskynið alveg og geti ekki greint á milli hvort eitthvað er sætt eða súr. Þeir telja að þetta sé vegna þess að veiran hafi áhrif á taugar sem tengjast lyktar- og bragðskyni.

Carl Philpott, hjá University of East Anglia, stýrði rannsókninni sem náði til 30 sjálfboðaliða. 10 með kórónuveirusmit, 10 með kvef og 10 voru frískir. Tap á bragð- og lyktarskyni var mest áberandi hjá þeim með kórónuveirusmit. Philpott segir að niðurstaðan sé mjög spennandi því hún þýði að hægt sé að nota lyktar- og bragðskyn til að greina á milli COVID-19 og annarra veirusýkinga. Hann segir að fólk geti sjálft get smávegis tilraunir á bragð- og lyktarskyninu með til dæmis kaffi, hvítlauk, appelsínum, sítrónum eða sykri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga