fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Getur app í síma Anne-Elisabeth leyst ráðgátuna um örlög hennar? „Tímamótaaðferð“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 05:05

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan hefur að undanförnu lagt mikla vinnu í að sviðsetja síðustu mínúturnar áður en Anne-Elisabeth Hagen hvarf frá heimili sínu á Sloraveien 4 í útjaðri Osló þann 31. október 2018. Athyglin hefur sérstaklega beinst að appi í farsíma hennar en það heitir „Sundhed“ og skráir fjölda skrefa og hversu margar tröppur notendur ganga dag hvern.

VG skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi reynt að kortleggja síðustu mínúturnar og byggi vinnan á yfirheyrslum og sviðsetningu. Lögreglan lagði hald á heimili Hagen-hjónanna fyrir nokkrum mánuðum og hefur enginn sakamálavettvangur í Noregi verið rannsakaður jafn vel og húsið. Nú vill Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, fá húsið aftur til umráða og hefur dómstóll úrskurðað að lögreglunni beri að afhenda honum húsið þann 21. september. Tom liggur undir grun um að eiga aðild að hvarfi Anne-Elisabeth og andláti hennar en lögreglan gengur út frá því að hún sé ekki lengur á lífi.

Vitað er að Anne-Elisabeth fór á fætur um klukkan 7 þennan örlagaríka dag. Hún ræddi við son sinn í síma klukkan 9.14 og slökkt var á síma hennar klukkan 10.07 og hann skilinn eftir í húsinu.

VG segir að appið „Sundhed“ skrái fjölda skrefa og þrepa sem eru gengin. Í appinu svara 16 þrep til um þriggja metra hæðarbreytingar. VG segist hafa upplýsingar um að skráninguna í app Anne-Elisabeth megi túlka á þann veg að um skyndilega hreyfingu hafi verið að ræða eða jafnvel fall niður stiga.

Lögreglan telur að sá hraði sem appið skráði  sé svo mikill að Anne-Elisabeth geti ekki hafa komist gangandi niður stiga á þessum hraða. Sönnunargögn, sem fundust í húsinu, virðast styðja við þessa kenningu því blóð úr Anne-Elisabeth fannst á veggnum við stigann upp á fyrstu hæð.

Svein Holden, lögmaður Tom Hagen, sagðist í samtali við VG vera jákvæður í garð þessarar rannsóknar.

„Þetta markar tímamót, myndi ég segja. Rannsóknirnar geta veitt nytsamar upplýsingar og við viljum komast að hvað varð um Anne-Elisabeth, svo þetta er jákvætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu