fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

WHO varar við lífshættulegri veiru

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 06:59

Ebólu veira. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sent frá sér aðvörun vegna ebólufaraldurs í vesturhluta Kongó. Hann hefur færst mjög í vöxt að undanförnu en hefur kannski fallið svolítið í skuggann af heimsfaraldri kórónuveirunnar. Ebóluveiran er enn meira smitandi og hættulegri en kórónuveiran sem veldur COVID-19.

Matshidiso Moeti, svæðisstjóri WHO í Afríku, sagði fyrir helgi að faraldurinn í Equateurhéraðinu fari versnandi og hafi 100 smit greinst á tæplega 100 dögum. Svæðið, sem faraldurinn nær yfir, er rúmlega 300 kílómetrar að lengd og er afskekkt og mjög gróðurvaxið sem gerir að verkum að erfitt er að sinna hjálparstarfi á svæðinu.

Það getur tekið marga daga að koma hjálparstarfsmönnum og nauðsynlegum búnaði á áfangastað en án þeirrar aðstoðar er erfitt að ná stjórn á faraldrinum.

„Þetta er áhyggjuefni, því þeim mun lengri tími sem líður án þess að sjúklingur fái meðferð, þeim mun minni líkur eru á að hann lifi af og þá getur veiran dreift sér óhindrað í samfélaginu,“

sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, fyrir helgi.

Það er ekki til að auðvelda baráttuna gegn veirunni í Kongó að mikill fjöldi heilbrigðisstarfsmanna er í verkfalli vegna óánægjum með laun sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum