„Viku síðar sögðu þeir að gestur á diskótekinu, sem ég var á, hefði greinst með smit. Allir, sem voru þarna þetta kvöld, voru sendir í sýnatöku. Niðurstaðan úr mínu sýni: Jákvætt. Síðan var öll fjölskyldan send í sýnatöku og það var bara móðir mín sem reyndist neikvæð,“
skrifar Martina og segir að hún og vinkonur hennar hafi verið búnar að taka ákvörðun um að halda sig fjarri diskótekum og öðrum lokuðum rýmum þar sem smit getur borist á milli fólks. En þær gerðu eina, afdrifaríka undantekningu á þessu.
„Á laugardegi átti besti vinur minn afmæli og hvernig gátum við sleppt því að fagna því? Við urðum sammála um að ekkert myndi gerast á einu kvöldi og það var upphafið að þeirri hryllingsmynd sem ég upplifi nú,“
skrifar hún.
Allir í fjölskyldu hennar hafa náð sér nema faðir hennar sem er enn alvarlega veikur og hefur verið í öndunarvél í 15 daga.
„Hann berst af öllum mætti en ég get ekki hjálpað honum. Ég get ekki breytt þessu. Ég mun aldrei geta fyrirgefið sjálfri mér.“