fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Pressan

Qatar Airways hefur endurgreitt farþegum rúmlega 160 milljarða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 07:15

Vél frá Qatar Airways. Mynd: EPA-EFE/WALLACE WOON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars hefur flugfélagið Qatar Airways endurgreitt viðskiptavinum sínum sem nemur rúmlega 160 milljörðum íslenskra króna. Endurgreiðslurnar eru tilkomnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem lamaði starfsemi flestra flugfélaga að miklu eða öllu leyti.

Rúmlega 600.000 viðskiptavinir hafa fengið endurgreitt frá félaginu því þeir þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum. Akbar Al Baker, forstjóri Qatar Airways, segir að farþegar félagsins vilji og eigi skilið að sveigjanleiki og traust einkenni viðskiptin og það sé von félagsins að viðskiptavinirnir treysti á það. Endurgreiðslurnar muni eflaust hafa áhrif á afkomu félagsins en það sé skylda félagsins að gera það sem er rétt fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila.

Félagið hefur nú afgreitt 96% allra beiðna frá viðskiptavinum sínum um endurgreiðslu eða breytingar á ferðaáætlunum sem hafa borist síðan í mars. Þegar verst lét leituðu 10.000 viðskiptavinir til félagsins á dag.

Félagið hefur tekið upp sveigjanlegri bókunarstefnu þannig að viðskiptavinir geti á auðveldan hátt breytt ferðadagsetningum og áfangastöðum. 36% prósent viðskiptavina félagsins hafa valið aðra lausn en endurgreiðslu eftir að heimsfaraldurinn braust út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“