fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Pelosi segist viðurkenna úrslitin ef Trump sigrar í forsetakosningunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 19:15

Nancy Pelosi er þyrnir í augum margra hægrimanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segist „að sjálfsögðu“ munu viðurkenna úrslit forsetakosninganna í nóvember ef Donald Trump ber sigur úr býtum. Þetta sagði hún í samtali við CNN og bætti einnig við að hún og Demókratar muni ekki hunsa afskipti Rússa af kosningunum.

„Auðvitað. En það þýðir ekki að við munum þegja yfir aðgerðum hans, hvort sem það er að múlbinda póstþjónustuna svo fólk geti ekki kosið bréfleiðis eða þurfi að velja á milli heilsu sinnar og vinnu.“

Sagði hún meðal annars.

Demókratar hafa sakað Trump um að reyna að hafa áhrif á kosningarnar með því að draga í efa lögmæti þess að fólk geti kosið bréfleiðis. Hann hefur haldið því fram að slíkt fyrirkomulag sé ávísun á umfangsmikil kosningasvik en hefur ekki sett fram neinar sannanir því til stuðnings.

Pelosi hvatti kjósendur til að leiða ummæli Trump um kosningar bréfleiðis hjá sér því þau eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga