fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Melania hraunar yfir Trump-fjölskylduna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 05:45

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrst voru það Maryanne Trump Barry, systir Donald Trump Bandaríkjaforseta, og Mary Trump, bróðurdóttir forsetans, sem hraunuðu yfir Trump-fjölskylduna og nú er röðin komin að Melania Trump, eiginkonu forsetans að láta skoðun sína á tengdafjölskyldunni í ljós.

Þessu heldur Stephanie Winston Wolkoff að minnsta kosti fram í nýrri bók sinni „Melania and Me“ sem kemur út síðar á árinu. Samkvæmt því sem fulltrúar bókaútgáfunnar Simon & Schuster og fréttamiðilsins HuffPost segja þá er Melania allt annað en sátt við eiginmann sinn og dóttur hans, Ivanka Trump.

„Melania og Stephanie Winston Wolkoff voru góðar vinkonur. En Wolkoff taldi Melania hafa svikið sig. Vináttunni lauk 2017. Nýja bókin er byggð á leynilegum hljóðupptökum,“

skrifaði Yashar Ali, blaðamaður hjá HuffPost, í fréttabréfi sínu á mánudaginn.

Enn hefur ekki komið fram hvað Melania á að hafa sagt um eiginmann sinn og stjúpdóttur. En ef marka má það sem forlagið segir þá eru það engin hrósyrði.

Melania verður ekki fyrsti fjölskyldumeðlimurinn til að segja skoðun sína á Trump-fjölskyldunni. Um síðustu helgi birti Washington Post mjög neyðarlegar hljóðupptökur þar sem Maryanne Trump Barry, systir forsetans, er mjög hreinskilin um bróður sinn.

„Hann lýgur. Hann er ekki með nein prinsipp. Bróðir minn er vondur,“

sagði hún meðal annars.

Nýja bókin heitir „Melania and Me: The Rise and Fall of My Friendship with The First Lady“. Í síðasta mánuði kom bókin „Too Much is Never Enough“, eftir Mary Trump, út svo ljóst er að áhugafólk um Trump-fjölskylduna hefur úr nægu lesefni að moða næstu vikurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í