Mistökin áttu sér stað á tveimur rannsóknarstofum þar sem meðal annars eru rannsökuð sýni sem fólk tekur sjálft með þar til gerðum búnaði frá Kína.
Þessar röngu greiningar áttu sér stað frá miðjum mars þar til um miðjan ágúst.
Á fundinum í gær kom fram að þegar rannsóknarstofurnar hafi sinnt reglulegu gæðaeftirliti hafi komið í ljós að galli hafi verið í sýnatökubúnaði frá Kína.
Nú er unnið að því að hafa samband við þá sem fengu ranga greiningu.