Málið snýst um að 2018 stefndi Daniels forsetanum fyrir dóm til að ógilda þagnarákvæði, þekkt sem „non-disclosure agreement“ í Bandaríkjunum. Ákvæðið kom í veg fyrir að Daniels gæti skýrt frá smáatriðum varðandi meint samband hennar og Trump 2006. Samningurinn var undirritaður 11 dögum fyrir forsetakosningarnar 2016.
En ógildingarmálið fór aldrei fyrir dóm því það var leyst með sátt áður. Daniels vildi samt sem áður fá lögfræðikostnað sinn greiddan af Trump þar sem sáttin kvað á um að málsaðilinn, sem tapaði málinu, skyldi greiða allan málskostnað.
Trump segist aldrei hafa skrifað undir þagnarákvæðissamninginn og bendir á að nafn hans komi ekki fyrir í samningnum sem er sagður gilda um Daniels og gagnaðila hennar David Dennison. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það sé dulnefni fyrir Donald Trump.
2016 greiddi Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump, Daniels 130.000 dollara til að fá hana til að þegja um samband þeirra.