Fórnarlambið hét Matthew Thane og var 18 ára. Hann bjó í Texas en morðinginn í Kaliforníu. News.com.au skýrir frá þessu.
Þegar farið var yfir farsímagögn morðingjans var hægt að tengja hann við morðið á Thane. Auk þess fundust gögn á heimili hans sem tengja hann við morðið. Lögreglan segir að morðinginn hafi kveikt í gaskúti fyrir utan heimili Thane til að lokka hann út. Þegar hann kom út var hann skotinn til bana.