fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Segir að Kim Jong-un sé í dái

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 05:40

Kim Jong-un. Mynd: EPA-EFE/KCNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chang Song-min, fyrrum aðstoðarmaður Kim Dae-jung fyrrum forseta Suður-Kóreu, segir að Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, sé í dái og að það geti haft hörmulegar afleiðingar fyrir landið. Áður hafði leiðtoginn aukið völd systur sinnar, Kim Yo-jong, mikið.

Mirror segir að Chang Song-min hafi sagt þetta í samtali við suður-kóreska fjölmiðla og telji að leiðtoginn sé í dauðadái en sé enn á lífi. Hann sagði að ekki hafi verið búið að ákveða hver taki við þegar hann deyr og því hafi systir hans fengið aukin völd til að fylla upp í það tómarúm sem muni myndast því það geti ekki gengið lengi að hafa tómarúm.

Kim Jong-un hefur aðeins sést nokkrum sinnum á árinu og hefur það kynnt undir hugleiðingum um að hann sé látinn. Síðasta opinbera myndin af honum var að sögn tekin 19. ágúst.  Fyrr á árinu var talið að hann hefði gengist undir hjartaaðgerð og hefði ekki lifað hana af. En þær sögusagnir voru slegnar út af borðinu þegar hann birtist við opnun áburðarverksmiðju í Suchon. En ef hann er ófær um að stýra landinu gæti það haft hörmulegar afleiðingar fyrir þjóðina að mati sumra.

Chris Mikul, sem skrifaði „My Favourite Dictators“ á síðasta ári segir að Kim Jong-un sé hugsanlega „velviljaðasti“ leiðtoginn til að stýra landinu og það þrátt fyrir að vera „grimmur einræðisherra“. Hann segir að þetta byggi hann á að leiðtoginn hafi tekið ástfóstri við tölvuleiki og körfubolta þegar hann gekk í skóla í Sviss og þar hafi hann „orðið vestrænn“. Þetta hafi í för með sér að hann sé nokkuð stöðugur leiðtogi og hafi sýnst hafa „smá áhyggjur af velferð“. Hann hafi meðal annars látið standa fyrir ókeypis tónlistarviðburðum fyrir almenning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga