Bandaríska geimferðastofnunin NASA segir að loftsteinninn 2018VP1 stefni í átt til jarðar og muni fara rétt fram hjá okkur þann 2. nóvember næstkomandi. Loftsteinninn er um 20 metrar að þvermáli miðað við gögn NASA.
Hans varð fyrst vart 2018 þegar Palomar stjörnuathugunarstöðin í Kaliforníu sá hann.
Miðað við útreikninga NASA eru 0,41% líkur á að loftsteinninn lendi í árekstri við jörðina. Við ættum því að geta haldið ró okkar.