fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Gengur raðmorðingi laus? Mörg „morð-sjálfsmorðsmál“ vekja áhyggjur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 06:59

Stanley og Peggie Wilson fundust látin og þykja kringumstæðurnar nú dularfullar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dánardómsstjóri í Cheshire á Englandi hefur áhyggjur af að raðmorðingi kunni að leika lausum hala í norðvesturhluta Englands. Þetta byggir hann á andlátum tvennra hjóna sem fundust látin í rúmum sínum. Kringumstæðurnar voru mjög svipaðar í báðum málunum. Rannsókn er nú hafin á málunum og hvort fleiri eldri mál, allt að rúmlega þriggja áratuga gömul, geti tengst þeim.

The Mirror skýrir frá þessu. Fram kemur að hryllilegir dauðdagar tvennra hjóna í Wilmslow í Cheshire séu nú rannsakaðir sem morð. Einnig hafi málin vakið upp áhyggjur um að fleiri hrottalegir dauðdagar eldra fólks á svæðinu síðustu áratugi gætu hafa verið morð en fram að þessu hefur verið talið að í málunum hafi annað hjónanna myrt hitt og síðan tekið eigið líf.

Í þessu sambandi eru annars vegar nefnd hjónin Howard og Bea Ainsworth og hins vegar Donald og Auriel Ward. Bæði hjónin voru sögð hafa verið hamingjusöm og komu andlát þeirra á óvart. Í báðum málum var komist að þeirri niðurstöðu að eiginmennirnir hefðu myrt konur sínar og síðan tekið eigin líf. Þetta kom ættingjum þeirra og vinum algjörlega í opna skjöldu. Í báðum málunum fundust hjónin í eigin rúmum, þau voru í náttfötum og var blóð úti um allt. Allt bar þess merki að hrottalegu ofbeldi hefði verið beitt. Ekki var vitað til þess að eiginmennirnir hefðu nokkru sinni beitt konurnar ofbeldi.

Michael og Violet Higgins fundust einnig látin og þykja kringumstæður nú dularfullar.

The Sunday Times segir að nú séu uppi miklar áhyggjur um að hugsanlega hafi morðingi verið að verki og hafi honum tekist að dylja slóð sína vel og blekkja lögreglunnar. Sumir sérfræðingar eru sagðir telja hugsanlegt að sami aðili hafi verið að verki og hér sé því raðmorðingi á ferð.

Þrjú önnur álíka mál hafa einnig verið tekin til rannsóknar á nýjan leik og er ekki talið útilokað að í þeim hafi raðmorðingi verið að verki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum