„Ég lét einn starfsmanna minna gráta eins og barn í þætti dagsins. Í hreinskilni, þetta var góð tilfinning.“
Þetta skrifaði Ellen Degeners á Twitter þann 5. júní 2009. Nú, 11 árum síðar, hefur tístið farið á mikið flug um samfélagsmiðla en óhætt er að segja að þessi orð hennar falli vel inn í þá umræðu sem hefur verið um hana og þætti hennar að undanförnu.
I made one of my employees cry like a baby on today’s show. Honestly, it felt good.
— Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) June 5, 2009
Ásakanir um einelti, rasisma og kynferðislega áreitni hafa farið hátt í tengslum við Ellen og vinsælan spjallþátt hennar.
„Þetta er ástæðan fyrir að þátturinn þinn verður tekinn af dagskrá. Í hreinskilni sagt, þá gleður það mig.“
Skrifar einn notandi í athugasemd við færsluna á Twitter. Fleiri notendur eru einnig sannfærðir um að þetta tíst muni verða naglinn í líkkistu Ellen og gera út af við sjónvarpsferil hennar. En aðrir hafa náð að halda ró sinni og hvetja fólk til að sýna stillingu og benda á að tístið sé gamalt og skrifað í ákveðnu samhengi.
Það vísar til þess að í þætti Ellen, The Ellen DeGeneres Show, þennan sama dag kom Ellen samstarfskonu sinni, Jeannie Klisiewicz á óvart með því að færa henni gjafakort fyrir lúxussiglingu i Karabískahafinu. Jeannie varð svo glöð við þetta að hún fór að gráta og það er einmitt það sem Ellen vísar til í tístinu.