Sky segir að í tilkynningu Microsoft komi fram að Microsoft Team appið hverfi úr vafranum í nóvember næstkomandi. Öll önnur Microsoft 365 öpp og þjónusta mun vera til staðar í honum fram á næsta sumar. Eftir það munu notendur upplifa verra notendaviðmót eða jafnvel ekki getað notað umrædda öpp og þjónustu.
Explorer var settur á markaðinn 1995 og varð strax vinsælasti netvafrinn. 95% netnotenda notuðu hann 2003. En endalok hans hafa verið í kortunum um langa hríð en vinsældir hans dvínuðu mikið eftir að Firefox kom á markaðinn 2004 og Google Chrome 2008.
2015 tilkynnti Microsoft að Microsoft Edge myndi taka við af Explorer. Árið eftir missti Explorer toppsætið sem vinsælasti vafrinn þegar Google Chrome skaust í það.