fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Svíar neita Norwegian um ríkisábyrgð

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. ágúst 2020 07:30

Vél frá Norwegian. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska flugfélagið Norwegian rær nú lífróður og reynir allt hvað hægt er til að komast í gegnum þá erfiðu tíma sem nú ríkja í fluggeiranum. Nýlega bað félagið sænska ríkið um ríkisábyrgð vegna lántöku. Riksgälden, stofnunin sem afgreiðir slíkar beiðnir, hefur nú hafnað þessari beiðni og segir að fjárhagur félagsins sé svo slæmur að ekki sé hægt að veita því ríkisábyrgð.

Norskir fjölmiðlar skýra frá þessu.

Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur sænska ríkisstjórnin opnað fyrir að veita flugfélögum, sem hafa sænsk flugleyfi og/eða eru með stóran hluta af rekstri sínum í Svíþjóð, ríkisábyrgð. Hámark slíkra ábyrgða er 5 milljarðar sænskra króna.

Það var Norwegian Air Sweden AB, sem er dótturfyrirtæki Norwegian, sem sótti um ríkisábyrgðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“