fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Harmsaga Daisy – Hrottalegt ofbeldið rændi hana möguleikanum að verða ófrísk

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 22. ágúst 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daisy Coleman, baráttukona fyrir þolendur kynferðisofbeldis, tók eigið líf þann 4. ágúst. Daisy steig fram í heimildamyndinni Audrie & Daisy og greindi frá hrottalegu kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir sem unglingur og sýndi afleiðingar brotsins á líf hennar og fjölskyldu hennar.

Litla stelpan mín er farin

Móðir DaisyMelinda Coleman, greindi frá andláti hennar á Facebook. Hún var aðeins 23 ára gömul.

„Hún var besti vinur minn og yndisleg dóttir. Ég held að hún hafi þurft að láta það líta út fyrir að ég gæti lifað án hennar. Ég get það ekki. Ég vildi óska þess að ég hefði getað tekið sársaukann frá henni. Hún náði sér aldrei eftir það sem þessir drengir gerðu henni og það er ekki sanngjarnt. Litla stelpan mín er farin,“ skrifaði Melinda.

Nú hefur Melinda greint frá því að viku áður en Daisy tók eigið líf hafi hún fengið þær upplýsingar hjá læknum að hún gæti aldrei orðið barnshafandi.

„Ég hélt í hjarta mínu að við værum komin í gegnum þetta (sjálfsvígshugsanirnar), en hún hafi lent í nokkrum áföllum nýlega. Hún komst að því viku fyrr að hún gæti aldrei orðið barnshafandi. Hún var mjög hrygg yfir þeim tíðindum,“ hefur The Mirror eftir Melindu. Hún sagði ennfremur að það væri líklega vegna ofbeldisins sem Daisy varð fyrir sem hún varð ófrjó. Einnig hafði Daisy misst föður sinn og bróður í tveimur aðskildum bílslysum. Þar að auki átti hún sér eltihrelli og hafði ekki komist í sálfræðitíma um nokkurt skeið.

Hótaði að selja hana í kynlífsþrælkun

Melinda segir að eltihrellirinn hafi sent Daisy ógnandi skilaboð frá desember síðast liðnum og hafði haft upp á heimilisfangi hennar og setið þar fyrir henni nokkrum dögum áður en hún dó.

„Hún sagði mér að hann hefði hótað því að nema hana á brott og fara með hana til Miami þar sem hann ætlaði að selja hana í kynlífsþrælkun. Hún sagði að frekar vildi hún deyja en að sjá það verða að veruleika.“

Daisy hafði tjáð sig um eltihrellinn á Twitter skömmu áður en hún dó og þar sagðist hún óttast að yfirgefa húsið sitt og hún gæti hvorki borðað né sofið sökum áreitis eltihrellisins. Á Facebook rétt áður en hún dó sagði hún að eltihrellirinn hefði komið heim til hennar og bankað á dyrnar. Hún hélt því fram að hann hefði stolið lyklum að íbúðinni hennar og væri að reyna að komast inn.

Eltihrellirinn hafði notað mörg mismunandi símanúmer til að áreita hana og hafði sett auglýsingar á vefsíður þar sem hann sagði hana vændiskonu og deildi númeri hennar.

Barnaverndarbrot

Kynferðisofbeldið átti sér stað í janúar 2012, 17 ára drengur, Matthew Barnett var ákærður fyrir brotið en aðeins sakfelldur fyrir barnaverndarbrot fyrir að hafa skilið Daisy eftir ósjálfbjarga úti í frostinu, en hann skildi hana eftir úti sofandi áfengissvefni. Lá hún þar í þrjár klukkustundir áður en hún fannst.

Málið vakti mikla athygli, þá einkum vegna viðbragða nærumhverfis hennar. Hún bjó í bænum Maryville í Missouri og Matthew var afreksmaður í íþróttum og vel liðinn í samfélaginu. Daisy var útskúfuð og niðurlægð eftir að hún tilkynnti um brotið og neyddist fjölskylda hennar að flytja úr bænum vegna áreitis og hótana.

Daisy tók þátt í að stofna samtökin SafeBae sem sinna forvarnarstarfi í skólum og vann með ungum þolendum kynferðisofbeldis. Hún var ötul talskona þolenda og í skilaboðum til fjölskyldu sinnar fyrir andlát hennar bað hún þau um að halda því góða starfi áfram.

___________________

Ef þú eða einhver nákominn þér glímir við sjálfsvígshugsanir þá er hægt að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og/eða netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar hér: https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í