Vetrarbrautin hefur hlotið nafnið SPT0418-47.
Simona Vegetti, hjá Max Planck stofnuninni í Þýskalandi stýrði rannsókninni. Hún segir að niðurstaðan sé óvænt og muni hafa mikla þýðingu fyrir skilning okkar á þróun vetrarbrauta.
Meðfylgjandi mynd var tekin af ESA, Evrópsku geimrannsóknastofnuninni, sem stóð að baki rannsókninni. Eins og sjá má virðist vetrarbrautin bara líkjast logandi hring en það er sjónhilling sem verður vegna þess að myndin var tekin með svokallaðri þyngdaraflslinsu. Þyngdaraflslinsa er fyrirbæri sem myndast þegar ljós sveigist vegna áhrifa mikil massa og þar með mikils þyngdarafls. Í þessu tilfelli er það vegna vetrarbrautar sem liggur á milli jarðarinnar og SPT0418-47. En þyngdaraflslinsan var einnig til mikillar hjálpar því þar sem vetrarbrautin er í 12 milljarða ljósára fjarlægð er mjög erfitt að sjá hana með öflugustu sjónaukunum sem við eigum. Þyngdaraflslinsan afbakar myndina en um leið stækkar hún hana einnig og veitir okkur því betri sýn til vetrarbrautarinnar.