fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Fundu vetrarbraut sem líkist okkar eigin

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. ágúst 2020 17:35

Umrædd vetrarbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið vetrarbraut, í 12 milljarða ljósára fjarlægð, sem líkist vetrarbrautinni okkar mikið. Með aðstoð sjónauka í Atacama-eyðimörkinni í Chile, þar sem veðurskilyrði eru mjög góð til stjörnuathugunar, fannst vetrarbrautin.

Vetrarbrautin hefur hlotið nafnið SPT0418-47.

Simona Vegetti, hjá Max Planck stofnuninni í Þýskalandi stýrði rannsókninni. Hún segir að niðurstaðan sé óvænt og muni hafa mikla þýðingu fyrir skilning okkar á þróun vetrarbrauta.

Meðfylgjandi mynd var tekin af ESA, Evrópsku geimrannsóknastofnuninni, sem stóð að baki rannsókninni. Eins og sjá má virðist vetrarbrautin bara líkjast logandi hring en það er sjónhilling sem verður vegna þess að myndin var tekin með svokallaðri þyngdaraflslinsu. Þyngdaraflslinsa er fyrirbæri sem myndast þegar ljós sveigist vegna áhrifa mikil massa og þar með mikils þyngdarafls. Í þessu tilfelli er það vegna vetrarbrautar sem liggur á milli jarðarinnar og SPT0418-47. En þyngdaraflslinsan var einnig til mikillar hjálpar því þar sem vetrarbrautin er í 12 milljarða ljósára fjarlægð er mjög erfitt að sjá hana með öflugustu sjónaukunum sem við eigum. Þyngdaraflslinsan afbakar myndina en um leið stækkar hún hana einnig og veitir okkur því betri sýn til vetrarbrautarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Í gær

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta

Ný bók varpar ljósi á furðulega hegðun Macron Frakklandsforseta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn