fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Heimilislaus maður notfærði sér heimsfaraldurinn og lifði í lúxus

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. ágúst 2020 07:00

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldurinn hefur farið illa með marga, þar á meðal í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn virðist nánast vera stjórnlaus víða. En hinn heimilislausi Daniel Albert Neja, 39 ára, hafði það óvenjulega gott í júlí.

Þá braust hann inn á Al Lang Stadium í St. Petersburg í Flórída. Þetta er leikvangur Tampa Bay Rowdies fótboltaliðsins. Leikvangurinn tekur 7.200 gesti. En knattspyrnan hefur verið í hléi í Bandaríkjunum vegna heimsfaraldursins og því var enginn sem tók eftir að Neja braust inn og hvað þá að hann settist að í lúxussvítu á leikvanginum.

Hann dvaldi í svítunni í 14 daga. Hann lagði einnig leið sína í minjagripaverslun félagsins og varð sér úti um fatnað frá toppi til táar. Einnig varð hann sér úti um mat og drykk á leikvanginum sem var opinn fyrir starfsfólk.

Daniel Albert Neja. Mynd:Pinellas County Sheriff’s Office

Það var ekki fyrr en hreingerningafólk fór inn í svítuna, sem hann dvaldi í, að það uppgötvaðist að einhver hélt til þar. Ljóst var að einhver hafði hreiðrað um sig, sængurfatnaður hafði verið færður til og rakáhöld voru uppi við.

Neja var handtekinn í framhaldinu. Í handtökuskýrslunni kemur fram að hann hafi stolið varningi fyrir sem nemur um 130.000 íslenskum krónum og veitingum fyrir sem nemur um 30.000 íslenskum krónum.

Mánuði áður en þetta gerðist játaði Neja að hafa brotist inn í Lutz grunnskólann. Ástæðuna sagði hann vera að hann hafi verið svangur og hafi verið í leit að mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“