Starfsfólk í þýska kynlífsiðnaðinum hefur verið ósátt við að hafa ekki mátt sinna starfi sínu eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á og sömuleiðis hafa viðskiptavinir verið ósáttir við að vændishús hafa verið lokuð.
Þeim var loks leyft að opna á nýjan leik í síðustu viku en mega ekki selja kynlíf eins og þau mega annars venjulega. France24 skýrir frá þessu.
Haft er eftir Jana, sem er 49 ára og starfar í kynlífsiðnaðinum í borginni, að hana hlakki til 1. september þegar núgildandi reglum vegna kórónuveirunnar verður breytt og hún megi aftur sinna viðskiptavinum sínum.
„Ég kýs að veita kynlífsþjónustu og viðskiptavinir mínir vilja fá slíka þjónustu.“
Þegar vændishúsin fá að taka upp fyrri starfsemi í byrjun september verður að fylgja ströngum reglum um að notkun á spritti og starfsfólk og viðskiptavinir verða að nota andlitsgrímur. Í Þýskalandi eru um 40.000 skráðir starfsmenn í kynlífsiðnaðinum.