Svikahrapparnir vissu allt um pantanir fólksins og báðu það um greiðslukortaupplýsingar. Því næst reyndu þeir að nota upplýsingarnar til vörukaupa, meðal annars hjá vöruhúsakeðjunni Argos.
Ekki er vitað hvernig svikahröppunum tókst að fá upplýsingar um pantanir fólksins.
Nú er unnið að rannsókn innan Ritz á málinu en ekki liggur fyrir hversu margir hafa orðið fyrir barðinu á svikahröppunum.