Foreldrar Micah, Roland og Donna Grabowski, er nú í haldi lögreglunnar, grunuð um að hafa stefnt lífi barnsins í hættu, að hafa falsað sönnunargögn og ósæmilega meðferð á líki.
Líkið fannst í garði þeirra, bak við skúr. Líkið var vafið inn i teppi og var á botni fötunnar. Lögreglan fór að leita að Micah eftir að hafa fengið ábendingu um „dularfullar“ kringumstæður hefur WFAA eftir Jim Skinner, lögreglustjóra.
Foreldrarnir reyndu ýmislegt til að villa um fyrir lögreglunni, þar á meðal fengu þau lánað barn hjá vinum sínum til að reyna að sannfæra lögregluna um að Micah væri hjá þeim en það tókst ekki.