CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að bandaríska varnarmálaráðuneytið hafi tilkynnt um sölu á 90 F-16 vélum til útlanda og hafi bandaríski flugherinn milligöngu um söluna en það er Lockheed Martin sem framleiðir vélarnar. Talið er að hinar 24 vélarnar verði seldar til Marokkó. Afhendingu vélanna á að vera lokið 2026.
Taívanski herinn á fyrir 140 vélar af þessari gerð en nýju vélarnar eru uppfærð útgáfa af eldri árgerðum.