fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Sænskir diplómatar farnir frá Norður-Kóreu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 11:15

Pyongyang höfuðborg Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænskir stjórnarerindrekar hafa yfirgefið Norður-Kóreu. Sænska utanríkisráðuneytið segir að allir sænskir starfsmenn, þar á meðal sendiherrann, séu farnir úr landi.

Sendiráðið er samt sem áður opið því heimamenn, sem þar starfa, sjá um að halda því opnu. NK News, sem sérhæfir sig í fréttum af Norður-Kóreu, sagði á mánudaginn að Svíarnir hafi meðal annars farið úr landi vegna þess að búið var að skerða ferðafrelsi þeirra.

Sara Brynedal, talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að norður-kóresk stjórnvöld hafi vísað til heimsfaraldurs kórónuveirunnar þegar þau skertu ferðafrelsi stjórnarerindrekanna. Hún sagði að sænsk stjórnvöld eigi í stöðugum og virkum samræðum við þau norður-kóresku og að markmiðið sé að allir sænsku stjórnarerindrekarnir snúi aftur til Norður-Kóreu.

Sænska sendiráðið hefur leikið stórt hlutverk í Norður-Kóreu fyrir Vesturlönd en fá ríki eiga í stjórnmálasambandi við þetta harðlokaða einræðisríki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning