fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Merki um langvarandi ónæmi gegn kórónuveirunni – Líka hjá fólki sem fær væg einkenni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 05:40

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir vísindamenn, sem rannsaka viðbrögð ónæmiskerfis mannslíkamans, við kórónuveirunni sem herjar nú á heimsbyggðina telja að merki séu á lofti um að sterkt og langvarandi ónæmi myndist gegn veirunni ef fólk smitast af henni. Þetta eigi einnig við um þá sem sýna aðeins væg einkenni COVID-19.

New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að niðurstöður margra rannsókna bendi til að mótefni, sem myndast við smit, virðist vera í líkama fólks mánuðum saman eftir að sýkingin er afstaðin.

„Þetta þróast í raun eins og það á að gera.“

Sagði Deepta Bhattacharya, ónæmisfræðingur við University of Arizona, sem stendur á bak við eina af nýju rannsóknunum á þessu. Hún hefur þó ekki enn verið ritrýnd.

Vísindamenn geta þó ekki sagt til um hversu lengi ónæmið varir eftir smit en telja að niðurstöðurnar séu góðar fréttir því þær bendi til að ónæmisfrumurnar vinni sína vinnu og eigi góða möguleika á að berjast við kórónuveiruna ef hún berst aftur í fólk sem hefur smitast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?