fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Joe Biden formlega útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 04:39

Joe og Jill Biden í forgrunni. Mynd: EPA-EFE/DNCC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden var í nótt, að íslenskum tíma, formlega útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á þingi flokksins. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar fer þingið að mestu fram á netinu. Biden er til dæmis heima hjá sér í Delaware og ávarpaði þingfulltrúa þaðan.

„Takk öll sömul. Þetta skiptir öllu fyrir mig og fjölskyldu mína. Við sjáumst á fimmtudaginn.“

Sagði hinn 77 ára Biden.

Michelle Obama, eiginkona Barack Obama fyrrum forseta, var meðal þeirra sem ávörpuðu þingið á fyrsta degi þess og í gær var röðin komin að Bill Clinton, fyrrum forseta, að ávarpa þingið. Eins og Obama veittist hann að Donald Trump, forseta, og viðbrögðum hans við heimsfaraldri kórónuveirunnar.

„Á tímum sem þessum ætti skrifstofa forsetans að vera stjórnstöð. Þess í stað er hún miðpunktur óveðursins. Það ríkir ekkert nema ringulreið. Það er aðeins eitt sem breytist aldrei – það hversu fast hann stendur við að taka ekki ábyrgð og varpa sökinni á aðra.“

Sagði Clinton.

Þinginu lýkur á morgun og þá verður hápunkturinn þakkarræða Joe Biden fyrir að hafa verið útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift