Þetta var gert til að taka þátt í átaki yfirvalda gegn matarsóun. En óhætt er að segja að þetta tiltæki hafi ekki fallið í góðan jarðveg. Myllumerki um veitingastaðinn hefur verið á miklu flugi á samfélagsmiðlum að undanförnu í Kína og á samfélagsmiðlinum Weibo hefur gagnrýni á veitingastaðinn verið opnuð 300 milljón sinnum.
Í afsökunarbeiðni veitingastaðarins segir að markmiðið hafi verið stöðva matarsóun og fá viðskiptavinina til að panta mat á heilbrigðan hátt. Þeir hafi aldrei verið neyddir til að vigta sig.