Neminn kvartaði undan brandara prófessorsins. Það sem fór svo fyrir brjóstið á nemanum var að í ágúst á síðasta ári sagði prófessor í sálfræði: „Þeir (Þjóðverjar) hafa verið hér áður og nú læðast þeir aftur hingað.“
Kvörtun nemans lak svo til fjölmiðla sem hafa fjallað um málið og það er þessi umfjöllun sem hann fær bætur fyrir að sögn skólayfirvalda því hún hafi valdið nemanum miklu álagi. Talsmaður skólans segir að skólinn taki ekki afstöðu til innihalds kvörtunarinnar og taki því hvorki afstöðu með nemanum eða prófessornum. Nú sé unnið að því að leysa málið þannig að málsaðilar geti haldið áfram námi og starfi við háskólann.