Það er verðlækkun á fasteignum Trump sem hefur valdið þessari lækkun. Hún hófst með lækkun á verðmæti skrifstofubygginga Trump-samsteypunnar og heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur gert ástandið enn verra.
Mesta verðfallið hefur orðið á Trump Tower á Fifth Avenue, skrifstofubyggingu á 40 Wall Street og eignum sem hann á með Vornando Realty Trust en það fyrirtæki fjárfestir aðallega í eignum á Manhattan.
Golfvellir forsetans hafa einnig átt á brattann að sækja að undanförnu, meðal annars vegna þess að fátt ungt fólk hefur laðast að golfi og byrjað að spila það.