Um 20.000 flugliðar starfa hjá félaginu og vonast stjórnendur þess til að 3.000 þeirra, hið minnsta, séu reiðubúnir til að fara í ólaunað orlof. Þeir segja þörf á því til að félagið komist í gegnum heimsfaraldurinn.
Velta Delta dróst saman um 91% á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Tap félagsins á fjórðungnum nam 3,9 milljörðum dollara.
17.000 starfsmenn hafa sjálfviljugir hætt störfum hjá félaginu eftir að heimsfaraldurinn skall á. Þar af eru rúmlega 1.700 af 7.900 flugmönnum félagsins.