Skólar um allt land hafa verið lokaðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Á fréttamannafundi á miðvikudagskvöldið sagði Trump að nota eigi munnbindin þegar ekki er unnt að tryggja lágmarksfjarlægð á milli nemenda.
Hann sagði einnig að ríkisstjórnin væri reiðubúin tl að láta starfsmenn smitsjúkdómastofnunarinnar CDC styðja skóla sem opna og skóla sem hafa þörf fyrir aðstoð til að geta opnað á nýjan leik. CNN skýrir frá þessu.
Trump og ríkisstjórn hans hafa lagt hart að skólum landsins að hefja kennslu á nýjan leik en ekki eru allir sáttir við að það verði gert. Trump hefur sagt að lokanir á skólum séu ”hræðileg ákvörðun”.
Það eru fræðsluumdæmin sjálf sem taka ákvörðun um hvort skólar verða opnaðir á nýjan leik eða hvort notast eigi við fjarkennslu en margir foreldrar eru ósáttir við hana og segja hana bera lítinn árangur.