DevonLive skýrir frá þessu og hefur eftir sérfræðingi að hann óttist að þeir muni dreifa sér um Bretlandseyjar.
Þessir geitungar fara létt með að veiða og drepa býflugur og geta því haft mjög slæm áhrif á gróður sem treystir á að býflugur og önnur skordýr sjái um frjóvgun.
Sérfræðingar segja að tegundin sé almennt ekki árásargjörn en fólk eigi samt sem áður aldrei að koma nærri búum þeirra.
„Ef þeir eru truflaðir munu þeir verja búið sitt.“
Sagði Gerry Stuart talsmaður býflugnaræktenda í Devon en þeir hafa stofnað aðgerðahóp til að reyna að vinn á þessari plágu.
Drápsgeitungarnir eru stærri en þeir geitungar sem við eigum að venjast. Geta orðið allt að þrír sm á lengd.