fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Enn eykst útbreiðsla drápsgeitunga í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 23:00

Geitungar gegna ákveðnu hlutverki í vistkerfinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí var skýrt frá því að asískir risageitungar, oft nefndir drápsgeitungar, hefðu hafið innreið sína í Norður-Ameríku. En þessi tegund lætur einnig að sér kveða í Evrópu en nokkur ár eru síðan hún tók sér bólfestu í Frakklandi. Nú hafa geitungar af þessari tegund sést í Devon í suðurhluta Englands.

DevonLive skýrir frá þessu og hefur eftir sérfræðingi að hann óttist að þeir muni dreifa sér um Bretlandseyjar.

Þessir geitungar fara létt með að veiða og drepa býflugur og geta því haft mjög slæm áhrif á gróður sem treystir á að býflugur og önnur skordýr sjái um frjóvgun.

Sérfræðingar segja að tegundin sé almennt ekki árásargjörn en fólk eigi samt sem áður aldrei að koma nærri búum þeirra.

„Ef þeir eru truflaðir munu þeir verja búið sitt.“

Sagði Gerry Stuart talsmaður býflugnaræktenda í Devon en þeir hafa stofnað aðgerðahóp til að reyna að vinn á þessari plágu.

Drápsgeitungarnir eru stærri en þeir geitungar sem við eigum að venjast. Geta orðið allt að þrír sm á lengd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“