fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Enn eitt dapurlegt metið í tengslum við heimsfaraldurinn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 09:00

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var enn eitt dapurlegt metið sett í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO þá greindust 294.237 smit í gær og hafa þau aldrei verið fleiri á einum sólarhring síðan faraldurinn braust út.

Fyrra met var frá 31. júlí en þá greindust 292.000 smit.

Nú hafa tæplega 21,4 milljónir smita greinst í heiminum og rúmlega 769.000 hafa látist af völdum COVID-19. Þetta kemur fram í tölum frá Johns Hopkins háskólanum.

Af þeim 21,4 milljónum, sem hafa greinst með veiruna, hafa rúmlega 13 milljónir náð bata.

Bandaríkin, Brasilía og Indland eru þau ríki sem verst hafa farið út úr faraldrinum til þessa ef eingöngu er horft til heildarfjölda smitaðra. Í hverju þessara ríkja voru rúmlega 100.000 smit staðfest síðustu sjö daga.

Talið er að fjöldi smitaðra sé mun hærri en opinberar tölur segja til um því mikill munur er á milli einstakra ríkja á hvernig þau haga sýnatökum.

Smitum hefur víða farið fjölgandi að undanförnu og er Evrópa þar engin undantekning. Rúmlega 3.300 smit greindust í Frakklandi í gær og hafa ekki verið fleiri á einum degi síðan í apríl. Frönsk stjórnvöld hafa því gripið til hertra aðgerða til að reyna að hemja útbreiðslu veirunnar. Dönsk stjórnvöld hafa einnig ákveðið að frá og með næsta laugardegi þurfi allir þeir sem nota almenningssamgöngur að nota andlitsgrímur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu