The Aspen Institute telur að allt að 40 milljónir manna eigi á hættu að vera bornar út á næstu mánuðum. Telur stofnunin að það geti raskað jafnvæginu í samfélaginu um allt land. Opinberar tölur sýna að rúmlega 30 prósent leigjenda hafa enga eða litla trú á að þeir geti greitt húsaleigu í næsta mánuði.
Bambie Hayes-Brown, hjá Georgia Advancing Communities Together, segir að nú þegar sé húsnæðisvandinn orðinn að flóðbylgju.