fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Pressan

Rannsaka njósnir Barclays bankans

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 18:00

Mynd:EPA/ANDY RAIN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski stórbankinn Barclays er nú til rannsóknar vegna ásakana um að njósnað sé um starfsfólk. ICO, breska persónuverndin, hefur hafið rannsókn á málinu. Fyrr á árinu varð bankinn að hætta notkun umdeilds kerfis sem fylgdist með starfsfólkinu.

Umrætt kerfi skráði hversu miklum tíma starfsfólkið varði við skrifborð sín og sendi aðvaranir til þeirra sem tóku of langar pásur. Strax í upphafi var kerfið gagnrýnt harðlega og neyddust stjórnendur bankans til að tilkynna að virkni kerfisins yrði breytt þannig að það myndi ekki skrá persónurekjanlegar upplýsingar.

Nú er ICO að fara ofan í kjölinn á hvernig kerfið virkar og þeim aðferðum sem er beitt til að tryggja framleiðni starfsmanna bankans. Reuters hefur eftir talsmanni ICO að fólk vænti þess að það geti haft einkalíf sitt út af fyrir sig og að það eigi einnig ákveðinn rétt á einkalífi í vinnunni. Talsmaðurinn sagði að vöktun á starfsfólki þurfi að vera gagnsæ og starfsfólkið verði að fá upplýsingar um umfangið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt