Á ljósmyndum má sjá að búið var að múra upp í gluggaop og að garðurinn var í algjörri órækt. En Lafonta hófst strax handa við endurbætur á húsinu og réði iðnaðarmenn til verksins. Þeir hófust fljótlega handa við endurbætur á húsinu en fljótlega gerðu þeir óhugnanlega uppgötvun.
Þegar þeir fjarlægðu spýtnahrúgu og múrsteina í kjallara fundu þeir lík. Strax var ljóst að líkið var með nokkur beinbrot og hnífsstungur. Lögreglan rannsakar málið því sem morð. Skilríki voru á líkinu og sýna þau að hinn látni hét Jean-Pierre Renaud en hann var heimilislaus. Le Monde hefur eftir talsmanni lögreglunnar að hann hafi einnig glímt við áfengisvandamál.
Talsmaðurinn sagði að lögreglan telji að Renaud hafi lent í slagsmálum við annan utangarðsmann. Óljóst sé þó hvort hann hafi látist í húsinu eða hvort lík hans hafi verið flutt þangað. Hugsanlega takist aldrei að finna þann sem varð honum að bana enda sé alveg eins líklegt að viðkomandi sé einnig látinn.
The Guardian segir að samkvæmt fréttum franskra fjölmiðla hafi líkið líklega legið í kjallaranum í rúmlega 30 ár.