fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ný flugvél á að fljúga á þreföldum hljóðhraða

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 21:30

Ný þota sem er á teikniborði Virgin Galactic. Mynd:Virgin Galactic

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska fyrirtækið Virgin Galactic er að þróa flugvél sem mun fljúga enn hraðar en Concord sem gat flogið á tvöföldum hljóðhraða. Það stefnir því í að hægt verði að stytta flugtímann heimsálfa á milli mikið.

Nýja vélin á að geta flogið á allt að þreföldum hljóðhraða. Virgin Galactic svipti nýlega hulunni af hönnun vélarinnar. CNN skýrir frá þessu.

Hönnun vélarinnar hefur fengið grænt ljós flugmálayfirvalda og því er hægt að halda áfram vinnu við þróun vélarinnar. Hún er straumlínulöguð og frekar lítil en hún tekur aðeins 9 til 19 farþega. Vélin á að geta flogið í allt að 18 km hæð.

Næsta skrefið í þróun hennar er að hreyflar hennar og stýrisbúnaður verða að uppfylla kröfur um hraða og einnig þarf að leysa mál á borð við mengun, hávaða og viðhald.

Hvað varðar hreyfla þá hefur Virgin Galactic hafið samstarf við Rolls-Royce sem hannaði einnig hreyfla Concord. En við hönnun nýju vélarinnar verður sjálfbærni höfð að leiðarljósi og væntir Virgin Galactic að það geti haft áhrif á þróunina i flugiðnaðinum i heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti