Nýja vélin á að geta flogið á allt að þreföldum hljóðhraða. Virgin Galactic svipti nýlega hulunni af hönnun vélarinnar. CNN skýrir frá þessu.
Hönnun vélarinnar hefur fengið grænt ljós flugmálayfirvalda og því er hægt að halda áfram vinnu við þróun vélarinnar. Hún er straumlínulöguð og frekar lítil en hún tekur aðeins 9 til 19 farþega. Vélin á að geta flogið í allt að 18 km hæð.
Næsta skrefið í þróun hennar er að hreyflar hennar og stýrisbúnaður verða að uppfylla kröfur um hraða og einnig þarf að leysa mál á borð við mengun, hávaða og viðhald.
Hvað varðar hreyfla þá hefur Virgin Galactic hafið samstarf við Rolls-Royce sem hannaði einnig hreyfla Concord. En við hönnun nýju vélarinnar verður sjálfbærni höfð að leiðarljósi og væntir Virgin Galactic að það geti haft áhrif á þróunina i flugiðnaðinum i heild.