fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Hafa fundið kórónuveirutengdan sjúkdóm hjá 600 börnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 17:05

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 600 börn hafa þurft að liggja á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum vegna bólgueinkenna sem tengjast COVID-19. Tölurnar, yfir fjölda barnanna, ná yfir fjögurra mánaða tímabil þar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur verið í miklum vexti í Bandaríkjunum. Bandaríska smitsjúkdómastofnunin CDC skýrir frá þessu.

Bólgueinkennin sem um ræðir eru fjölkerfa og geta valdið kawasaki heilkenninu en það er bólgusjúkdómur sem leggst aðallega á börn. Hann veldur hita, útbrotum, bólgnum kirtlum og í verstu tilfellum kransæðabólgum. Á Vísindavef Háskóla Íslands er hægt að lesa nánar um heilkennið.

Einkennin hjá bandarísku börnunum komu fram um tveimur til fjórum vikum eftir að einkenni COVID-19 gerðu vart við sig hjá þeim. CDC segir að miðað við aukningu COVID-19 tilfella í Bandaríkjunum fjölgi börnum og unglingum sem fá sjúkdóminn og því megi jafnvel búast við fleiri tilfellum af þessum bólgueinkennum. Þau komi þó ekki endilega strax fram því venjulega líði nokkur tími þar til þau komi í ljós.

Frá 2. mars til 18. júlí tilkynntu læknar um 570 tilfelli og létust 10 börn af völdum þessara bólgueinkenna á tímabilinu. Öll börnin greindust með COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli