Jacinda Ardern, forsætisráðherra, sagði í gær að fjögurra manna fjölskylda hefði greinst með COVID-19. Hún sagði íbúum borgarinnar að halda sig heima til að hægt sé að halda aftur af útbreiðslu veirunnar og að fólk eigi að hegða sér „eins og það sé með COVID og allir í kringum það séu með COVID“.
Fólk er hvatt til að vinna heima og aðeins fara út af heimilum sínum ef nauðsynlegt er, til dæmis til að versla í matinn. Ardern hvatti fólk einnig til að missa sig ekki í innkaupum, engin ástæða sé til að hamstra mat og aðrar nauðsynjavörur.
Skólum og leikskólum verður lokað nema hvað börn þeirra sem teljast sinna lykilstörfum í samfélaginu fá gæslu. Ekki mega fleiri en tíu safnast saman. Börum og veitingastöðum verður lokað og ferðir til og frá Auckland verða takmarkaðar við að fólk sem býr þar má koma heim og þeir fara sem búa annars staðar. Sem sagt engar skemmtiferðir til höfuðborgarinnar.